Alþjóðleg Hvalaráðstefna Hvalasafnsins og Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík, sem haldin var þriðjudaginn 21. júní var vel sótt, en alls mættu um 70 manns.
Erindi ráðstefnunnar voru alls átta talsins og var fjölbreytning í fyrirrúmi. Marianne Helene Rasmussen forstöðumaður Rannsóknasetursins kynnti niðurstöður rannsókna á hljóðum steypireyða í Skjálfanda og Níels Einarsson forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri kynnti alþjóðlegt samstarfsverkefni sem snýr að loftslagi, félags- og umhverfiskerfum, hvölum og ferðaþjónustu á norðurslóðum og Sigursteinn Másson sagði frá starfsemi IFAW á Íslandi í 13 ár. Sigurveig Gunnarsdóttir, nýútskrifaður jarðfræðingur frá Húsavík, hélt erindi um hvalbein sem fannst við vinnu við jarðlagarannsóknir á Húsavík Eystri og sagði frá því hvernig beinið hjálpaði til við aldursgreiningu jarðlaga.
Dr. Níels Einarsson svarar spurningum um erindi sitt um norðurslóðir.
Sigurveig Gunnarsdóttir hélt erindi um loftslagsbreytingar í gegnum árþúsundir og hvalbeinsfund
Dr. Jens Koblitz hélt erindi um bergmálstækni og tjáningarmáta tannhvala
Hluti ráðstefnugesta
The International Whale Congress, held last Tuesday (June 21st) was a success. Around 70 guests attended the congress and eight speakers shared valuable information.
Afterwards, guests got together for chatting, questions and answers.
Dr. Níels Einarsson from Stefansson Arctic Institute in Akureyri answers questions on his talk about Climate, Socio-Ecosystems, Ceteceans and Tourism in the Arctic.
Sigurveig Gunnarsdóttir, a geology student from Húsavík, talks about climate change and how a fossil whale bone could help predict sediments age.
Dr. Jens Koblitz talks about Echolocation
Guests of Whale Congress 2016