Bandaríska ferðaskrifstofan Abercrombie & Kent afhenti Hvalasafninu í dag styrk úr góðgerðasjóði sínum að fjárhæð 7.000 dollara eða tæplega 1 milljón króna. Þetta er fjórða árið í röð sem ferðaskrifstofan velur að styrkja safnið. Á síðasta ári var styrkurinn notaður til uppbyggingar á steypireyðargrindinni á safninu og í ár verður styrkurinn notaður til áframhaldandi vinnu við steypireyðarsýninguna. Við afhendingu styrksins í Hvalasafninu í dag voru um 170 gestir mættir á vegum ferðaskrifstofunnar. Gestirnir komu til Húsavíkur með skemmtiferðaskipinu Le Boreal. Hvalasafnið þakkar Abercrobie & Kent stuðninginn og þann velvilja sem safninu er með þessu sýndur.
The American philanthropic organization Abercrombie & Kent presented the museum with a 7000 $ donation today. This is the forth year in a row that Abercrombie & Kent chooses to support the museum. The support the previous years have been used to built the new blue whale exhibition and will this year´s support guarantee the continuing work with the exhibition. During the handover of the donation more than 170 guests on behalf of Abercrombie & Kent were in the museum. The guests are traveling with the cruise ship Le Boreal. The Whale Museum is extremely grateful for the support and goodwill that Abercrombie & Kent have been showing the museum the last four years.