Ragnheiður Elín Árnadóttir atvinnuvegaráðherra heimsótti Hvalasafnið í dag á leið sinni um Húsavík. Með Ragnheiði í för var Valgerður Gunnarsdóttir þingmaður, Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri, Eva Magnúsdóttir aðstoðarmaður ráðherra og Þórður Reynisson lögfræðingur í atvinnuvegaráðuneytinu. Þau gáfu sér tíma til að skoða vel nýju steypireyðarsýninguna sem og aðrar sýningar safnsins. Ekki var að heyra annað en gestunum hafi líkað vel. Starfsfólk Hvalasafnsins þakkar þeim fyrir ánægjulega heimsókn.