Forsetinn heimsótti Hvalasafnið

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands heimsótti Hvalasafnið í dag í tengslum við Landkönnunarhátíð sem fram fer á Húsavík um helgina. Með í för voru Bandaríkjamennirnir Scott Parazynski, geimfari og ævintýramaður, og Meenakshi Wadhwa prófessor í jarðfræði og geimvísindum. Steypireyðargrindin vakti meðal annars athygli þessara góðu gesta.

 

Hér eru gestirnir ásamt Valdimari Halldórssyni, framkvæmdastjóra Hvalasafnsins.