Tiltekt í húsnæði Hvalasafnsins

Á dögunum fór fram mikil tiltekt í húsnæði Hvalasafnsins á jarðhæð, undir safninu sjálfu. Þar hafði safnast saman ýmislegt sem ekki tengdist starfsemi safnsins, auk þess sem unnið hefur verið að hvölum og þeir hreinsaðir í rýminu í gegnum árin og hefur rýmið ekki alltaf verið skipulega þrifið eftir þá vinnu. Þá hefur í gegnum árin komið upp mýrarrauði í gegnum steingólf. Í sumar var farin fyrri umferð tiltektar og umfram dóti komið annað í geymslu og öðru hent.

 

Eins og sést er rýmið heldur illa farið og stendur nú til að mála, flota gólf og gera rýmið vistlegra til framtíðar.

Eins og sést er rýmið heldur illa farið og stendur nú til að mála, flota gólf og gera rýmið vistlegra til framtíðar.

Á dögunum var svo seinni umferð tiltektar framkvæmd og samdi Hvalasafnið við Björgunarsveitina Garðar um aðstoð við vinnuna og mættu þeir með mikinn mannskap, tæki og tól og vannst verkið hratt og vel á einni kvöldstund. Við þökkum þeim kærlega fyrir gott samstarf.

 

Eins og sést er gólfið heldur illa farið og hefur mýrarrauða komið þar upp í gegnum árin.

Eins og sést er gólfið heldur illa farið og hefur mýrarrauði komið þar upp í gegnum árin og sett mark sitt á það.

 

U.S. Ambassador visits museum

U.S. Ambassador, Robert C. Barber, visited the Húsavík Whale Museum recently. Ambassador Barber met with museum staff and local students that participated in the Connecting Coastal Communities project in 2015/2016. In addition to that, he met with whale watching operators in Húsavík to learn about recent, current and future challenges and cheer the operators to keep up the good and professional work.

 

mynd2

 

mynd1