Aðsókn að glæðast

 

Þá er loksins hægt að skynja vor í lofti á Húsavík eftir smávægis stríðni veðurguðanna. Starfsfólk Hvalasafnsins á Húsavík finnur fyrir því að ferðaþjónustuvertíðin er að komast á skrið og hafa aðsóknartölur á safnið verið að glæðast í maímánuði.

Opnunartími hefur verið lengdur í maí og er safnið nú opið alla daga 09:00 – 18:00. Frá júní til ágústloka verður opið daglega 08:30 – 18:30.

Það er vert að minna á verslun Hvalasafnsins sem hefur til sölu fjölbreytt úrval af minjagripum, bókum, fatnaði og íslenskum ullarteppum svo fátt eitt sé nefnt.

Búð