The weather has been beautiful this week in Húsavík and the bay is just full of humpback whales. These clumsy but friendly looking whales have been migrating north from their breeding grounds in the carribean.
Christian Schmidt, a guide at North sailing said he had seen between 20 and 30 individual humpbacks on a single trip. He said they seemed to be very hungry and were working together in the feeding process.
Húsavík hefur heldur betur staðið undir nafni sem höfuðstaður Hvalaskoðunar á Íslandi í þessari viku. Veður hefur verið hið skaplegasta og flóinn er hreinlega fullur af hnúfubak en þessir klunnalegu en vinalegu hvalir hafa verið að tínast norður á bóginn frá æxlunarstöðvum sínum við miðbaug.
Farþegar allra hvalaskoðunarfyrirtækjanna á svæðinu hafa lýst upplifuninni sem algjöru ævintýri. Einn farþeginn hafði á orði að stundum kæmu hnúfubakarnir svo nálægt bátnum að það væri ómögulegt að taka af þeim mynd, eða myndband af bægslagangi þeirra.
Christian Schmidt, leiðsögumaður hjá Norðursiglingu sagðist hafa séð á bilinu 20 til 30 einstaklinga í einni ferð, þeir hafi virst vera mjög svangir og hafi unnið saman við að ná sem mestri fæðu. Annar bæjarbúi hafði á orði að vel væri hægt að fylgjast með þeim blása frá Gónhól, helsta útsýnisstað bæjarins.