01.03.2019
Today marks the first day of the Whale Watching season of 2019. This is the 25th year that scheduled whale watching tours have been operated from Húsavík.
Two companies, North Sailing and Gentle Giants, sailed out this morning in search of the cetaceans that inhabit the Skjálfandi bay.
Staff from the Whale Museum went down to the harbour to greet the returning ships and bring the crews from the two companies flowers and a gift, a print from the collection of Renata Ortega, a spanish artist who is a great friend of the Húsavík Whale Museum.
01.03.2019
Í morgun 1. mars hófst hvalaskoðunarvertíðin á Húsavík. Það voru Gentle Giants og Norðursigling sem riðu á vaðið á eikarbátum sínum Sylvíu og Náttfara. Ferðirnar voru ágætlega sóttar og sjólag hið þokkalegasta miðað við árstíma.
Þetta er 25 árið í röð sem skipulagðar hvalaskoðunarferðir eru í boði frá Húsavík. Fyrsta árið komu afar fáir en líkt og alþjóð veit hefur greinin vaxið gríðarlega og hafa mest komið 110 þúsund manns í hvalaskoðun á sömu vertíðinni.
Í tilefni af þessum tímamótum veitti Eva Björk Káradóttur forstöðumaður Hvalasafnins á Húsavík forsvarsmönnum fyrirtækjanna blómvönd og vatnslitamynd af hnúfubak eftir spænsku listakonuna Renu Ortega. Hvalasafnið hefur ávallt verið í góðu samstarfi við hvalaskoðunarfyrirtækin. Meðal annars fá gestir í hvalaskoðun 20% afslátt af aðgöngumiða inn á safnið. Margir nýta sér þau kjör og eru því hagsmunir Hvalasafnsins af góðu samstarfi við hvalaskoðunarfyrirtækin óumdeildir. Ætla má að 2/3 af heildargestum safnsins yfir árið séu að koma úr hvalaskoðun á Skjálfandaflóa.