Successful whale watching season in Húsavík

Today is August 1st. The Icelandic tourism season is at its peak point. Currently there‘s a mind-blowing 22 degrees celcius in Húsavík (for locals that‘s extremely warm) and the town is therefore very much alive. June was quite cold in Húsavík and the first part of July as well. The number of tourists have matched expectation for most parts though. The whale watching season in Húsavík have been very successful whith a usual sightings of humpack whales, blue whales, minke whales, white beaked dolphins and harbour porpoises, the killer whale has also been spotted on a more regular occasion than usual.

The Húsavík Whale Museum is open every day in August from 8:30-18:30. Tickets can now be bought via our webpage.

Photo by: Christian Schmidt

Hvalaskoðun í miklum blóma í Skjálfandaflóa

Í dag er 1. ágúst og má því sannarlega segja að hápunktinum í íslenska ferðasumrinu sé náð. Þegar þetta er skrifað er 22 stiga hiti á Húsavík, mikið af ferðamönnum og bærinn iðandi af lífi. Sumarið var ansi seint á ferðinni þetta árið. Júní var kaldur og votviðrasamur og stór hluti af júlí einnig. Fjöldi ferðamanna stóðst þó væntingar að miklu leyti. Þá hefur hvalaskoðun á Skjálfandaflóa gengið vel og mikið líf búið að vera í flóanum í allt sumar. Að vanda hefur verið mikið af hnúfubökum, hrefnum og höfrungum og einnig hafa steypireyðar sést mörgum sinnum. Þá hafa háhyrningar sést töluvert oftar en undanfarin ár.

Almennt hefur allur gangur verið á hvalaskoðun á Íslandi þetta sumarið. Samkvæmt vísi.is hefur til að mynda verið mjög lítið um hval í Eyjafirði í júlímánuði.

Mynd: Christian Schmidt