Dear reader,
Whalecome at the introduction of the whales of Skjálfandi bay part 3. After the blue whale and the porpoise lets introduce the minke whale!
Latin name: Balaenoptera acutorostrata
Common name: Minke whale
Icelandic name: Hrefna
Average
life span: 50
years
Diet: krill and small fish
Size: 6 – 10 meters
Weight:
10
tons
Minke whales are one of the smallest of the baleen whales. There are two different species of minke whales, the common (northern) minke whale and the Antarctic (southern) minke whale. The northern minke whale can be found round Iceland.
Minke whales, like other baleen whales, use the filter feeding technique to feed. Minke whales mostly live individually. The max speed for minke is 40km/h, on average they swim between 5-25 km/h. Minke whales have one predator, groups of orca´s (killer whales). The chases of Orca´s and minke whales can last up to 1 hour. Minkes are known by some people as stinky minke, due to their bad breath, when you are close to a minke and it breaths out you can smell the breath. The dive times of minke whales are up to 20 minutes, on average 3- 5 minutes. Minke whale do not show their tail (fluke) when they go for a dive.
Minke whales become sexually mature at the age of 6, like most baleen whale minkes migrate at the end of summer to warmer waters in the south (near the equator). Here they mate and give birth, the gestation period of minke whales is 10 months. When the calf is born its 2,5 meters long and weighs 450 kg. In 6 months they have doubled in size.
Unfortunatly minke whales are one of the whale species that is still being hunted by Japan. The japanese government has allowed for 52 minke whales to be hunted in 2019. The Antarctic minke whale has the status of near threatened according to IUCN red list.
Minke whales in Skjálfandi bay can be seen throughout the year in Skjálfandi, however the chance are getting smaller. This is because warming of the sea waters which causes the prey of the minkes to move further north, which means that the minkes followed their prey.
Þá er komið að umfjöllun no. 3 um algengustu hvalategundir í Skjálfandaflóa. Að þessu sinni kynnum við til leiks Hrefnu.
Latínskt heiti: Balaenoptera acutorostrata
Enskt heiti: Minke whale
Íslenskt heiti: Hrefna
Meðallíftími:
50 ár
Fæðuval: Ljósáta og smár fiskur
Stærð: 6 – 10 metrar
Þyngd:
10
tonn
Hrefnur eru meðal minnstu skíðshvala sem fyrirfinnast. Það eru til tvær gerðir af hrefnum, norðurhafshrefna og suðurhafshrefna. Þær fyrrnefndu finnast víða í kringum Ísland.
Hrefnur líkt og aðrir skíðishvalir nota “síunaraðferð” til fæðuinntöku. Þær lifa að mestu leyti stakar frekar en í hópum. Hámarkssundhraði er um 40 km/klst og synda þær að jafnaði 5-25 km vegalengd á hverri klukkustund. Hrefnur verða fyrir árásum frá háhyrningum en þeir eltingaleikir geta staðið í allt að einni klukkustund. Hrefnur eru einnig þekktar fyrir illa lyktandi andardrátt sem hefur leitt af sér hið óeftirsóknarlega gælunefndi ”stinky minke”. Hrefnur kafa jafnan upp í 20 mínútur enda þótt meðalköfunartími sé aðeins 3-5 mínútur. Þær sýna yfirleitt ekki sporðinn þegar þær stinga sér til köfunar.
Hrefnur verða kynþroska Minke þegar þær ná 6 ára aldri. Líkt og flestar tegundir skíðishvala flytjast þær búferlum í enda sumarsins til hlýrri svæða í suðurhöfum. Þær nota hlýja sjóinn til þess að æxlast og eignast afkvæmi en meðgöngutími Hrefna er 10 mánuðir. Þunguð kvendýrin leggja því fyrr af stað til vetrardvalar í suðurhöfum en hinar hrefnurnar. Afkvæmin fæðast um 2,5 metra long og 450 kg að þyngd. Á fyrstu 6 mánuðum lífsins tvöfaldast þau að stærð.
Hrefnur eru ein af þeim hvalategundum sem enn er gefið veiðileyfi á, til að mynda í Japan hvar yfirvöld hafa leyft veiðar á 52 hrefnum árið 2019. Suðurhafshrefnan er skráð í útrýmingarhættu samkvæmt rauða lista Alþjóða náttúruverndarsamtakanna.
Hrefnur í Skjálfandaflóa er hægt að sjá allt árið en fjöldi þeirra og líkur á að sjá þær fara engu að síður minnkandi. Er þar um að kenna hlýnun sjávar sem veldur því að bráðin leitar í kaldari sjó norðan við Ísland. Hrefnan hefur því undanfarin ár verið að færa sig norðar í takt við þetta.