Dear reader,
Whalecome at the introduction of the whales of Skjálfandi bay part 5. After the blue whale and the porpoise, the minke whale and the white-beaked dolphin lets introduce the humpback whale, the most commonly seen whale in Skjálfandi bay!
Latin name: Megaptera novaengliae
Common name: Humpback whale
Icelandic name: Hnúfubakur
Average
life span: 50 years
Diet: krill and small schooling fish
Size: 13 – 17 meters
Weight: 25-45 tonnes
Humpback whales are one of the largest whales, with males reaching lengths of 14 meters and females reaching lengths of 17 meters, about the size of a school bus. The pectoral flippers are a third of their body length and can reach the length of 6 meters. Humpback whales are active swimmers and can be seen breaching, tail slapping and flipper slapping. It is theorized that the breaching and tail/flipper slapping is a way of communicating with each other, but may also be used to show dominance and health during the mating season. Humpback whales also use vocalization to communicate with each other, males are known to sing during the mating season. A song can last up to 30 minutes and can be heard from over 30km away.
The year of the
humpback whale is split up in 2 sections feeding and breeding. During the
summer humpback whales can be found in colder nutrient rich waters like
Iceland, Norway and Canada, where they feed on krill. During the winter the
humpback whales can be found in warmer waters round the equator like the
Caribbean. Here the humpbacks mate and give birth. The gestation period of
humpback whales is 11 months. When a calf is born its 4,5 meters in size and
weighs 900kg. Calves can drink up to 600L milk per day. Mother and calf
communicate with each other through by whispering, this is so that they cannot
be overheard by predators such as orca´s (killer whale).
Humpback whales are baleen whales and thus use filter feeding to feed. Humpback
whales are known to use several techniques to feed, one of these techniques is
bubble net feeding. With bubble net feeding a humpback whale blows air from the
blow hole trapping the fish and krill to the surface and then feeds on the fish
and krill. Humpback whales dive on average round 5 to 10 minutes, but up to 40
minutes has been recorded. When humpback whales are travelling the swim between
5-15 km/h, when feeding they slow to a 2-5,5 km/h, the max speed they can reach
is 25km/h.
Humpback whales can be seen in Skjálfandi Bay for a great majority of the year, though their prime season is in the summer months.
Þá er komið að síðustu færslunni um algengustu hvalategundirnar í Skjálfandaflóa. Nú verður fjallað um hnúfubakinn sem er sú hvalategund sem oftast sést í skoðunarferðum í flóanum.
Latneskt heiti: Megaptera novaengliae
Enskt heiti: Humpback whale
Íslenskt heiti: Hnúfubakur
Meðalaldur:
50 ár
Fæðuval: Ljósáta og litlir
fiskar
Stærð: 13 – 17 metrar
Þyngd: 25-45 tonn
Hnúfubakar skipa eina stærstu hvalategundina, þar sem karldýrin ná 14 metra lengd og kvendýrin upp í 17 metra lengd – svipað og meðalstrætisvagn! Bægslin eru rétt um þriðjungur af lengd dýranna og geta orðið allt að 6 metrar. Hnúfubakar hafa mikla hreyfiþörf og má reglulega sjá þá stökkva upp úr sjónum eða slá sporðum og bægslum. Kenningar eru til um að þessi hegðun sé þeirra aðfer til að hafa innbyrðis samskipti en einnig gæti þetta verið aðferð til að sýna félagslega yfirburði og góða heilsu á fengitíma. Hnúfubakar nota einnig hljóðmerki eril að hafa samskipti við hvern annan. Karldýrin syngja á fengitíma og getur hvert “lag” verið upp í hálftíma langt og heyrst í allt að 30 km fjarlægð.
Árið er tvískipta hjá hnúfubökum. Annarsvegar í fæðuöflun og hinsvegar fengitíma. Á sumrin má finna hnúfubaka í köldum og næringarríkum sjó, t.a.m. við strendur Íslands, Noregs og Kanada þar sem þeir borða ljósátur. Á veturnar flytjast þeir búferlum til hlýrri svæða nýr miðbaug, t.a.m. í Karabíahaf. Hnúfubakar makast og eignast afkvæmi í hlýjum sjó. Meðgöngutímabilið er 11 mánuðir. Þegar að kálfarnir koma í heiminn eru þeir um 4,5 metra langir og 900 kg að þyngd. Þeir geta drukkið upp í 600 lítra af mjólk á dag. Móðir og afkvæmi eiga samskipti með “hvísli” sem er til þess að varast rándýr svo sem háhyrninga.
Hnúfubakar eru skíðishvalir og nota síunaraðferð (filter feeding) til fæðuinntöku. Þeir eru þekktir fyrir að hafa nokkrar aðferðir til fæðuinntökunnar. Ein af þeim er svokölluð loftbóluaðferð. Hún virkar þannig að hnúfubakurinn blæs lofti frá blástursopinu þannig að bráðin færist upp á yfirborð sjávar. Þá ráðast þeir til atlögu og gleypa fæðuna.
Hnúfubakar kafa að meðaltali um 5-10 mínútur í einu en geta kafað allt upp í 40 mínútur. Sundhraðinn er um 5-15 km/klst en þegar þeir eru að borða hægist á þeim niður í 2,5-5 km/klst. Hámarkshraði þeirra er hinsvegar um 25 km/klst.
Hnúfubakar eru sem áður segir mjög algeng sjón í Skjálfandaflóa og hefur viðvera þeira aukist síðustu árin. Aðaltímabil þeirra er vissulega á sumrin en það ætti þó að vera hægt að sjá hnúfubak flesta daga frá maí til nóvember.