Last Saturday was the final day of a 9 month long whale watching season in Húsasvík. Both Gentle Giants and North Sailing departed for their 30th and final tour of November but as a consequence of especially good weather in November, whale watching has been available every single day. According to recent update of Gentle Giants November 2019 was a month to remember. The bay was really active, with passengers gazing at as much as 30 humpback whales in the same tour as well as other species!
The Húsavík Whale Museum enjoyed a visit of over 31 thousand guests this season, a similar number of guests as in 2018. The museum was open every to from April 1st to October 31st. From November 1st and until March 31st the opening hours will be 10-16 on weekdays.
The museum’s employees are currently doing typical winter projects in maintenance, collection cataloguing, exhibition updates etc. etc.
Photo by: Christian Schmidt
Síðastliðinn laugardag fóru hvalaskoðunarfyrirtækin Gentle Giants og Norðursigling í sína síðustu hvalaskoðunarferð á árinu 2019. Þar með lauk 9 mánaða tímabili en fyrstu ferðirnar voru farnar 1. mars. Samkvæmt frétt Gentle Giants var nóvember einstakur, þar sem hægt var að sigla alla daga og flóinn fullur af lífi. Þegar best lét sáust 30 hnúfubakar í sömu ferðinni auk annarra tegunda svo sem hrefnur, og höfrungar.
Hvalasafnið á Húsavík sigldi inn í veturinn eftir vel heppnað sumar þar sem gestafjöldi endaði í yfir 31 þúsund manns. Opið var alla daga frá 1. apríl- 31. október. Frá byrjun nóvember og fram í lok mars verður hinsvegar opið á virkum dögum frá 10-16.
Starfsmenn safnsins eru nú í óðaönn að vinna hefðbundin vetrarverkefni sem lúta að viðhaldi, skráningum muna, uppfærslum á sýningum og ýmsum samstarfsverkefnum svo eitthvað sé nefnt.
Mynd: Christian Schmidt