Franska listakonan Sonia Levy vinnur að sýningu í safninu

Franska listakonan Sonia Levy sem í fyrrasumar setti upp sýninguna Hvalreki í Safnahúsinu á Húsavík vinnur nú að sýningu í Hvalasafninu. Sýningin byggir á fyrri sýningu hennar, þar sem hún kannar og túlkar samband manna og hvala og notar til þess brennd hvalbein, mótar hvalbein úr postulíni og teiknar myndir með koluðum hvalbeinum.

Sýningin verður sett upp í einu af rýmum safnsins og er opnun sýningarinnar áætluð sunnudaginn 28. júní.

Sonia er með opna vinnustofu í kjallara Hvalasafnsins og í rýminu fyrir aftan fyrirlestrarsal safnsins. Heitt verður á könnunni um sjómannadagshelgina og hvetjum við gesti og gangandi til að líta við hjá henni í kjallaranum og fylgjast með verkunum verða til.

Fyrir þá sem vilja lesa meira og fylgjast með vinnu hennar á bloggsíðu hennar: http://theseaaround.tumblr.com/

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

A Whale Carcass in North Iceland

Last week staff from the Húsavík Whale Museum ventured to Eyjafjörður to take a closer look at a whale carcass on the

Lokað er fyrir athugasemdir.