Í fjöruborðinu í landi Blikalóns á Melrakkasléttu strandaði á dögunum 15 metra langur karlkyns búrhvalur. Hvalurinn var heillegur og greinilega nýlega strandaður þegar hans varð vart. Starfsmenn frá Hvalasafninu fóru og skoðuðu skepnuna ásamt Jóni Tryggva Árnasyni frá Blikalóni. Tekið var sýni fyrir Hafrannsóknarstofnun og lagt á ráðin hvað best væri að gera við hvalrekann. Vegna stærðar hvalsins og aðstæðna á staðnum verða einungis partar af skepnunni nýttir. Á Hvalasafninu er til búrhvalsgrind sem er til sýnis en þann hval rak á land í Steingrímsfirði árið 1998.
Kvikmyndahátíðin Ocean Films Húsavík fer vel af stað
Kvikmyndahátíðin Ocean Films Húsavík er hálfnuð og hefur aldrei verið jafn stór og vegamikil og nú. Hátíðin er haldin í fjórða sinn