Árleg Hvalaráðstefna Hvalasafnsins og Rannsóknaseturs HÍ á Húsavík verður haldin í kvöld í sal safnsins kl. 20. Er þetta fjórða árið í röð sem ráðstefnan er haldin.
Meginmarkmið ráðstefnunnar er bjóða upp á vettvang til að ræða málefni hvala og lífríkis hafsins og deila nýlegum rannsóknum.
Meðal gesta og fyrirlesara í kvöld eru Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings, Dr. Tom Akamatsu sem sérhæfir sig í upptökum neðansjávar, Dr. Magnus Wahlberg, prófessor við líffræðideild Háskólans í S-Danmörku og Francoise Breton frá University of Autonomy, Barcelona en Francoise leggur áherslu á samspil samfélags og hvalaskoðunar, mannlífs og náttúru við Miðjarðarhafi og nú síðustu misseri á Norðurslóðum einnig.
Erindin eru haldin á ensku og eru allir velkomnir, boðið verður upp á léttar veitingar í lok dagskrár.