Þá er komið að því að kynna til leiks hnýðinga, en þeir eru ansi algeng sjón í Skjálfandaflóa.
Latneskt
heiti: Lagenorhynchus albirostris
Enskt heiti: White-beaked
dolphin
Íslenskt heiti: Hnýðingur
Meðallíftími: 30 – 40 ár
Fæðuval: Fiskar, krabbadýr og kolkrabbar
Stærð: u.þ.b. 3 metrar
Þyngd: 180-350 kg
Hnýðingar eru landlægir í Norður Atlandshafi. Þá má eingöngu finna frá norðausturströnd Bandaríkjanna og norðvestan við Evrópu upp að Spitsbergen á Svalbarða. Hnýðingar eru mjög félagssinnaðir. Þeir lifa í hópum sem telja allt frá fimm til 50, en við sérstakar aðstæður geta hóparnir orðið allt frá 100 upp í 1000 hnýðingar. Stundum kynjaskiptast hóparnir.
Hnýðingar geta synt mjög hratt eða upp í 45 km/klst. Þegar þeir ferðast
á sem mestum hraða stökkva þeir stundum meðfram því sem þeir synda.
Hnýðingar verða kynþroska um 7 ára gamlir. Fengitími er frá maí og fram í September.
Meðgöngutími er 11 mánuðir og þegar kálfarnir fæðast eru þeir 1 meter að lengd
og 40 kg að þyngd.
Ungir hnýðingar elska að leika sér í kjölsogi báta og stærri hvala. Þeim
finnst það svo gaman að stundum áreita þeir hvali í þeim tilgangi að þeir syndi
hraðar þanig að kjölsog skapist.
Hver og einn hnýðingar hefur sértækt tónsvið sem aðrir hnýðingar geta sundurgreint gegnum flaut og smelli sem þeir gefa frá sér.
Hnýðinga má finna í Skjálfandaflóa allt árið. Yfir sumarið er stundum hægt að sjá móður og afkvæmi saman.