Í Alaska tókst hópi sérfræðinga að bjarga ungum hnúfubaki sem flæktist í stóra og þunga krabbagildru. Björgunarleiðangurinn, sem átti sér stað 11. október, var kölluð til af íbúum á staðnum sem höfðu komið auga á hvalinn í neyð nálægt bænum Gustavus. Íbúarnir greindu frá óvenjulegri hegðun hvalsins, þar á meðal að elta tvær baujur og átti bersýnilega erfitt með að hreyfa sig eðlilega. Björgunarsveitin, þar á meðal starfsmenn þjóðgarðsins og meðlimir samtakanna Large Whale Entanglement Response, komust að þeirri niðurstöðu að flækjan væri lífshættuleg hvalnum. Björgunarsveitin notaði drónaupptökur til að meta ástandið og eftir margra klukkustunda vinnu tókst að losa hvalinn með því að skera á línurnar. Samtökin munu fylgjast með ástandi hvalsins næstu vikurnar.
Kvikmyndahátíðin Ocean Films Húsavík fer vel af stað
Kvikmyndahátíðin Ocean Films Húsavík er hálfnuð og hefur aldrei verið jafn stór og vegamikil og nú. Hátíðin er haldin í fjórða sinn