Nú þegar háannatíminn er að baki og gestum farið að fækka samfara kólnandi veðurfari, þá sjáum við fram á að taka á móti 25 þúsundasta gestinum þetta árið, nú í október. Frá því að safnið opnaði árið 1997, hefur tölum um gesti safnsins verið haldið til haga fyrir hvert ár og í byrjun september höfðu 24.500 gestir sótt safnið heim, samanborið við um 20.700 gesti allt árið í fyrra. Gestur númer 25.000 verður því heiðursgestur og hlýtur af því tilefni gjöf frá safninu. Við bíðum spennt og teljum gestina sem aldrei fyrr.
Við minnum á að tvær heimildarmyndir eru til sýninga í sal Hvalasafnsins: Sperm Whales: Titans of the Deep; sem fjallar um Búrhvali í Norðursjó, rannsóknir og áhrif olíuleitar á stofninn og Giants of the Deep; sem segir sögu hnúfubaka og ferðalags þeirra frá Tonga til Norður-Alaska.