Steypireyður

Beinagrindin á sýningunni er af 25 metra langri steypireyði sem rak á land á Skaga, milli Húnaflóa og Skagafjarðar, síðsumars árið 2010. Grindin liggur á bakinu, eins og tíðkast þegar hvalhræ reka á land á náttúrulegan hátt. Steypireyður, stærsta spendýr jarðar, getur orðið allt að 30 metra löng og vegið yfir 150 tonn, beinagrindin á sýningunni er af kvenndýri. 

Beinagrindin er eign Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Myndaröð sýnir ferlið við að draga hræið á land, hreinsun beinanna í hvalstöðinni í Hvalfirði.