Þann 28. Júlí síðastliðinn, fékk Hvalasafnið afhenta óvænta peningagjöf í steypireyðarverkefnið. Það voru Bandarísku mannúðarsamtökin Abercrombie and Kent sem styrktu verkefnið, fyrir hönd gesta sinna, um sem nemur 14.000 bandaríkjadollara eða tæpa 1,7 milljónir króna.
Hvalasafnið er A&K Philanthrophy afar þakklátt fyrir þennan rausnarlega stuðning og mun styrkurinn nýtast safninu vel í þeirri vinnu sem er framundan.
Hér má lesa meira um steypireyðarverkefnið