Hvalasafnið viðurkennt safn
Árið 2014 hlaut Hvalasafnið á Húsavík viðurkenningu menntamálaráðherra sem viðurkennt safn, að tillögu Safnaráðs. Viðurkenndum söfnum ber að starfa í samræmi við ákvæði safnalaga og hefur Safnaráð lögum samkvæmt eftirlit með safnastarfsemi í landinu. Á heimasíðu Safnaráðs safnarad.is má lesa nánar um lög og leiðbeiningar er varða safnastarf.
Söfnunar og sýningarstefnu Hvalasafnsins frá árinu 2008 má sjá hér.