Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, hefur að tillögu Safnaráðs samþykkt að veita Hvalasafninu á Húsavík viðurkenningu. Viðurkenndum söfnum ber að starfa í samræmi við ákvæði safnalaga og hefur Safnaráð lögum samkvæmt eftirlit með safnastarfsemi í landinu.
Þessi viðurkenning er Hvalasafninu mjög mikilvæg og ákveðin gæðavottun á starfssemi safnsins. Um viðurkenninguna segir Safnaráð að „markmiðið með viðurkenningunni er að efla starfssemi safna við varðveislu menningar- og náttúruarfs Íslands, tryggja að honum verið skilað óspilltum til komandi kynslóða, veiti fólki aðgang að honum og stuðla að aukinni þekkingu á þessari arfleifð og skilningi á tengslum hennar við umheiminn“.
Hér sést framkvæmdastjóri safnsins, Einar Gíslason, með viðurkenningarskjalið.