Fundarherbergi og salur

Fundarherbergi og ráðstefnusalur

Hvalasafnið á Húsavík bíður upp á frábæra aðstöðu fyrir fundi, ráðstefnur, málþing, stefnumótun, ársfundi og kynningar. 

Safnið er staðsett í miðbæ Húsavíkur. Aðstaðan hentar vel til fundarhalds samhliða hádegis eða kvöldverði á veitingarhúsunum Gamla Bauk eða Sölku. 

Fundarherbergi

Aðstaðan hentar vel til fundarhalds fyrir hópa upp að 12 manns. Fundarherbergið er staðsett á 3. hæð Hvalasafnsins með útsýni yfir höfnina og Kinnafjöllin. 

Í herberginu er 50″ sjónvarp með HDMI tengi. 

Leiguverð 25.000 kr. 

Kaffi er innifalið í leiguverði. 

Ráðstefnusalur

Aðstaðan rúmar allt að 45 manns í sætaröðum. 

Einnig má stilla upp 5 skrifborðum fyrir hópavinnu sem rúma 3-6 manns hvert. 

Í salnum er skjávarpi með HDMI tengingu, Bose hljóðkerfi og hljóðnemi sem má tengja við tölvu.

Leiguverð 50.000 í allt að 3 klukkustundir. 

Kaffi er innifalið í leiguverði.

Bókanir sendist á info@hvalasafn.is