Hvalaskólinn

Hvalaskóli Hvalasafnsins er verkefni sem miðar að því að fræða nemendur í leik-, grunn-, framhalds- og háskóla á svæðinu um hvali og lífríki þeirra við Ísland. 

Gera má ráð fyrir því að hver nemandi heimsæki Hvalaskólann þrisvar sinnum á sinni leik- og grunnskólagöngu, þegar hann er á elska stigi leikskóla, og tvisvar í grunnskóla; í 2. bekk og 5. bekk. 

Þannig fá nemendur verkefni sniðin að getu þeirra og þroska hverju sinni. Á þann hátt bætist við þekkingu nemenda í Hvalaskólanum hægt og rólega. 

Yngstu nemendurnir fá
auðveld verkefni sem byggjast á því að læra í gegnum leik og skoðun á umhverfinu, en sömu nemendur fá flóknari verkefni eftir
 því sem þau eldast, byggð á þeirri þekkingu sem þau hafa tileinkað sér áður í Hvalaskólanum.

 

Á fyrsta stigi (elsti árgangur leikskólans) samanstendur Hvalaskólinn af heimsókn á Hvalasafnið og vinnu í leikskólanum. Kennarar undirbúa komuna með léttri fræðslu um hvalina, eru jafnvel búin að fara í gönguferð með nemendur til að horfa yfir flóann, heimkynni hvalanna og skoða myndir af helstu hvalategundum. Á safninu er fræðslan fyrst og fremst létt og skemmtilegt, og markmiðið að fræðast á skemmtilegan hátt. Nemendur fá að vita eitthvað sem erfitt er að gleyma, eins og að pínulítið nýfætt barn passar akkúrat í eina nasaholu á steypireyð. 

Á öðru stigi (2. bekkur grunnskólans) samanstendur Hvalaskólinn af heimsókn á Hvalasafnið, fjöruferð með fræðslufulltrúa safnsins og vinnu í skólanum. Kennarar undirbúa komuna með léttri fræðslu um hvalina, eru jafnvel búin  að fara í gönguferð með nemendur til að horfa yfir flóann, heimkynni hvalanna og skoða myndir af helstu  hvalategundum.

Á safninu er fræðslan fyrst og fremst létt og skemmtilegt, og markmiðið að fræðast á skemmtilegan hátt. Nemendur fá að vita eitthvað sem erfitt er að gleyma, eins og að hjarta steypireyðarinnar er jafnstórt og lítill fólksbíll. Verkefni eru svo unnin eftir heimsóknina í samstarfi við mynd- og handmenntakennara, sem hefur auk umsjónarkennara umsjá með verkefnunum. 

Á þriðja stigi (5. bekkur grunnskólans) er fyrirkomulag Hvalaskólans svipað því sem verið hefur undanfarin ár, þe. spannar þrjá daga.  Á fyrsta degi er fræðsla á safninu, á öðrum degi fara nemendur í hvalaskoðun og þriðja daginn er unnið úr upplýsingunum, jafnvel í vinnuaðstöðu í Hvalasafni og þá unnið áfram í skólanum, ef vill/þarf. Undirbúningur að vettvangsnáminu hefst fyrr og þá jafnvel í ensku og náttúrufræði, þar sem nemendur kynnast helstu hvalategundum við Ísland, æti þeirra og áthegðun (td.).

Fimmsta stig: Um miðjan janúar 2013 hóf Framhaldsskólinn á Húsavík vorannar-kennslu í Vísindaensku ENS 383 inni á safninu þar sem nemendur vinna hópaverkefni tengd hvölum.

Hvalasafnið bíður alla skólahópa velkomna í leiðsögn um safnið án endurgjalds.

Bókaðu heimsókn fyrir þinn skólahóp í síma 414 2800 eða á netfangið info@hvalasafn.is