Grunnsýning

Grunnsýning safnsins veitir ítarlega innsýn í þróunarsögu hvala, hegðun þeirra, líffræði og hvernig þeir upplifa heiminn sem þeir búa í. Grunnsýningin skiptist í þróunarsögu hvala, skynjun, hegðun og pörun, auk upplýsinga um helstu hvalategundir við Ísland ásamt þeim beinagrindum sem eru til sýnis.