Hvalir á heimskautsslóðum

Í sýningunni lítum við til breytinga sem norðurheimskautið hefur gengið í gegn um á síðstu öldum og veltum upp spurningum um við hverju við meigum búast við á komandi áratugum er varðar lofslagsbreytingar og áhrif þeirra á heimkynni okkar og hvala sem eiga heimkynni við norðurbaug. 

Goðafræði framtíðar

Náttúra jarðar breytist ekki lengur á jarðfræðilegum tíma heldur á mannlegum skala. Á einni ævi eru öll form vatns á jörðinni að fara samtímis úr jafnvægi. Jöklar bráðna, árstíðir riðlast og þar með rigning og snjókoma, sjávarmál rís og sýrustig hafsins nær mörkum sem ekki hafa sést í 50 milljón ár. Allt þetta gerist svo hratt að fæstar tegundir geta lagað sig að breytingunni. Þessar breytingar eru ekki aðeins sögulegar heldur jarðsögulegar og þar af leiðandi, verður þetta hluti af goðafræði framtíðar. Saga um kynslóðina sem varð svo sterk að það varð veikleiki hennar. Hún kippti jörðinni undan sjálfri sér.

Andri Snær Magnason, rithöfundur