Gárur

Sýningin er listræn innsetning þar sem hugurinn færir okkur aftur í minningu um fjöruferð. Gróður, sandur og skeljar eru í forgrunni en einnig leynast hulduverur í umhverfinu.

„Þörungar eru gríðarlega mikilvægir, bæði fyrir lífríki sjávar og raunar fyrir allt lífkerfi heims. Þörungar eru okkur og öllum lífverum jarðar algjörlega ómissandi. Velferð þeirra byggir á því að við berum virðingu fyrir þeim og lífríki hafsins í heild. Markmiðið verður því ávallt að vera verndun þeirra gegn skaðlegum áhrifum.“

Listamenn: Bryndís Magnúsdóttir, Marsibil Sól Þórarinsdóttir, Salóme Bregt Hollanders og Katrín Þorvaldsdóttir.

Hljóðverk: Indriði Arnar Ingólfsson.

Sýningin stendur til 31. ágúst 2024