Hér má nálgast grunn að leiðsögn um grunnsýningu safnsins með skemmtilegum staðreyndum fyrir yngri nemendur á íslensku og ensku.
Kennari les stuttar staðreyndir fyrir nemendur og bendir þeim á svæðin í safninu sem sýnd eru á myndunum. Þá er einnig hægt að lesa sér meira til um efnið á spjöldunum á sýningunni.
Kennarar geta svo notað hugarflugs vísana í lok heftisins til þess að opna á umræður við nemendur, annað hvort á meðan á skoðuninni stendur eða í lokin.
Bingóspjöld á íslensku og ensku. Gengið er með spjöldin um sýningar safnsins og merkt við þegar komið er auga á það sem má finna á spjaldinu.