Hvalasafnið á Húsavík hefur nú, þriðja árið í röð, tekið við rausnarlegri gjöf frá velferðarsjóði bandarísku ferðaskrifstofunnar Abercrombie & Kent til áframhaldandi stuðnings við steypireyðarverkefnið. Í ár mættu hátt í 200 manns á vegum samtakanna til að vera viðstödd afhendingu styrksins, sem hljóðar upp á 14,320 dollara eða um tvær miljónir króna á núverandi gengi. Hvalasafnið þakkar samtökunum stuðninginn og þann velvilja sem safninu er með þessu sýndur.

Kvikmyndahátíðin Ocean Films Húsavík fer vel af stað
Kvikmyndahátíðin Ocean Films Húsavík er hálfnuð og hefur aldrei verið jafn stór og vegamikil og nú. Hátíðin er haldin í fjórða sinn