Hvalasafnið á Húsavík hefur nú, þriðja árið í röð, tekið við rausnarlegri gjöf frá velferðarsjóði bandarísku ferðaskrifstofunnar Abercrombie & Kent til áframhaldandi stuðnings við steypireyðarverkefnið. Í ár mættu hátt í 200 manns á vegum samtakanna til að vera viðstödd afhendingu styrksins, sem hljóðar upp á 14,320 dollara eða um tvær miljónir króna á núverandi gengi. Hvalasafnið þakkar samtökunum stuðninginn og þann velvilja sem safninu er með þessu sýndur.

Friðun hnúfubaks
Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS, áður LÍÚ), Ólafur H. Marteinsson, sagði við Morgunblaðið 14. mars að „Hvað loðnustofninn varðar þá liggur