Fyrsti dagur nýs framkvæmdastjóra

Það var í nógu að snúast þennan fyrsta dag sem nýr framkvæmdastjóri Hvalasafnsins, Jan Aksel Harder Klitgaard, var við störf. Eins og sjá má fer nýja skrifstofan honum vel og segist hann sjálfur virkilega spenntur fyrir komandi tímum.

Á dagskrá hjá safninu eru meðal annars sameiginlegar skólaheimsóknir í grunnskóla á Norðausturlandi, ásamt og með Sigursteini Mássyni hjá dýravelferðarsjóðnum IFAW, samstarfsverkefni við Hvalveiðisafnið í New Bedford í Bandaríkjunum og uppfærsla á hvalveiðisýningu safnsins svo eitthvað sé nefnt. Að ógleymdu steypireyðar-grindarverkefninu sem unnið er að jöfnum höndum. Þá bárust safninu nýlega hátt í 20 umsóknir um stöðu sjálfboðaliða við safnið í sumar og verður spennandi að fara í gegnum þær.

Það eru óneitanlega bjartir tímar framundan og verkefnin stór sem smá.

 

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Friðun hnúfubaks

Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS, áður LÍÚ), Ólafur H. Marteinsson, sagði við Morgunblaðið 14. mars að „Hvað loðnustofninn varðar þá liggur

Lokað er fyrir athugasemdir.