Það hefur verið gestkvæmt í Hvalasafninu í sumar eins og gefur að skilja, en sumir gestir tengjast safninu á annan og meiri hátt en hinn hefðbundni ferðamaður.
Það gera sannarlega hinar þýsku Elke Wald og Silke Ahlborn, sem litu við í safninu á dögunum, þegar þær eyddu nokkrum dögum á Húsavík og nágrenni.
Báðar Elke og Silke störfuðu í Hvalasafninu upp úr aldamótum, Elke sem verkefnastjóri undir framkvæmdastjórn Ásbjörns Björgvinssonar stofnanda Hvalasafnsins og Silke sem sjálfboðaliði, auk þess sem hún tók síðar að sér leiðsöguhlutverk um borð í bátum Norðursiglingar.

Silke og Elke við nýju steypireyðarsýninguna

Kunnugleg verk Namiyo Kubo á suðurveggnum

Það voru ánægjulegir endurfundir hjá Elke, Silke og Jan, en mikill vinskapur er milli þeirra frá fyrri tíð.

Áfram Ísland!