Alþjóðleg Hvalaráðstefna Hvalasafnsins og Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík, sem haldin var þriðjudaginn 21. júní var vel sótt, en alls mættu um 70 manns.
Erindi ráðstefnunnar voru alls átta talsins og var fjölbreytning í fyrirrúmi. Marianne Helene Rasmussen forstöðumaður Rannsóknasetursins kynnti niðurstöður rannsókna á hljóðum steypireyða í Skjálfanda og Níels Einarsson forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri kynnti alþjóðlegt samstarfsverkefni sem snýr að loftslagi, félags- og umhverfiskerfum, hvölum og ferðaþjónustu á norðurslóðum og Sigursteinn Másson sagði frá starfsemi IFAW á Íslandi í 13 ár. Sigurveig Gunnarsdóttir, nýútskrifaður jarðfræðingur frá Húsavík, hélt erindi um hvalbein sem fannst við vinnu við jarðlagarannsóknir á Húsavík Eystri og sagði frá því hvernig beinið hjálpaði til við aldursgreiningu jarðlaga.

Dr. Níels Einarsson svarar spurningum um erindi sitt um norðurslóðir.

Sigurveig Gunnarsdóttir hélt erindi um loftslagsbreytingar í gegnum árþúsundir og hvalbeinsfund

Dr. Jens Koblitz hélt erindi um bergmálstækni og tjáningarmáta tannhvala

Hluti ráðstefnugesta