Kæru safngestir,
Nú þegar jólahátíðin nálgast viljum við láta vita að Hvalasafnið verður lokað yfir hátíðirnar frá 24. desember út 1. janúar.
Við munum njóta jólahátíðarinnar í faðmi fjölskyldu og þökkum veittan skilning á lokuninni. Við hlökkum til að taka vel á móti ykkur á nýju ári, þegar við opnum á ný 2. Janúar.
Hvalasafnið þakkar stuðninginn á liðnu ári og óskar öllum gleðilegrar hátíðar og farsæls komandi árs.
Jólakveðja frá Hvalasafninu á Húsavík!
