Nýliðinn júlímánuður var mjög líflegur á Hvalasafninu og fjöldi gesta sem heimsótti okkur kom frá öllum heimshornum. Heildarfjöldi gesta í júlí var 11.524 sem er talsvert meiri fjöldi en í sama mánuði árið 2015. Gestir safnsins hafa aldrei verið fleiri í júlímánuði. Sýningin á steypireyðargrindinni hefur vakið mikla athygli gesta sem og aðrir gripir safnsins. Flestir gestir safnsins komu frá Þýslalandi (19%), Bandaríkjunum (9%) og Frakklandi (9%).

Friðun hnúfubaks
Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS, áður LÍÚ), Ólafur H. Marteinsson, sagði við Morgunblaðið 14. mars að „Hvað loðnustofninn varðar þá liggur