Jarðgangnaflokkur verktakafyrirtækisins LNS Saga heimsótti Hvalasafnið í gær. Hópurinn var áhugasamur um safngripina og allt sem viðkemur hvölum. Það var ánægjulegt að finna fyrir áhuga starfsmanna LNS á þeirri afþreyingu sem í boði er á Húsavík. Starfsmennirnir dvelja í vinnubúðum á Húsavík í allt að tvö ár við vegtenginguna frá iðnaðarsvæðinu að Bakka að hafnarsvæðinu og einnig við hafnargerðina sjálfa. Það var Sturla Fanndal Birkisson sem fór fyrir starfsmönnum LNS Saga en hann er bæði ættaður úr Mývatnssveit og Húsavík.

Friðun hnúfubaks
Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS, áður LÍÚ), Ólafur H. Marteinsson, sagði við Morgunblaðið 14. mars að „Hvað loðnustofninn varðar þá liggur