Mikill fjöldi steypireyða á Skjálfanda

Margar steypireyðar koma á Skjálfandaflóa á hverju ári eins og fjölmargir gestir hvalaskoðunarfyrirtækja á Húsavík vita. Á árlegri hvalaráðstefnu Hvalasafnsins á Húsavík og Rannsóknarseturs Háskóla Íslands sem haldin var fyrr í sumar komu fram upplýsingar um fjölda steypireyða sem sérfræðingar hafa talið á Skjálfanda síðustu ár.  Sérstakt rannsóknarverkefni um talningar á steypireyðum er í gangi á Húsavík þar sem starfsfólk og nemendur við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Húsavík vinna. Verkefnið felst í greiningu á ljósmyndum af steypireyðum á Skjálfanda.  Að sögn dr. Marianne Rasmussen hjá Rannsóknarsetrinu og stjórnanda verkefnisins hafa 172 mismunandi steypireyðar heimsótt Skjálfanda einu sinni eða oftar á árabilinu 2001-2015.  Talið er að steypireyðarstofninn í Norður-Atlantshafi sé um 1.000 dýr. Það þýðir að um 17% steypireyðarstofnsins hefur lagt leið sína á Skjálfanda. Vegna ofveiði á síðustu öld er tegundin í útrýmingarhættu og erfitt að áætla hvernig stofninum vegnar. Þetta var meðal þess sem kom fram í erindi Marianne um rannsóknir á hvölum á Skjálfanda.

2-blue-whales blue-whale11150521_819191074828544_1572614784019671726_n

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Friðun hnúfubaks

Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS, áður LÍÚ), Ólafur H. Marteinsson, sagði við Morgunblaðið 14. mars að „Hvað loðnustofninn varðar þá liggur

Lokað er fyrir athugasemdir.