Halldór Jón Gíslason hefur verið ráðinn til starfa við Hvalasafnið á Húsavík í tímabundin verkefni til eins árs. Halldór Jón er húsvíkingur í húð og hár og flutti heim vorið 2015 eftir nám og störf í Reykjavík. Halldór er með BA próf í sagnfræði, diplóma í kennslufræðum og masterspróf í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Starfsfólk og stjórn Hvalasafnsins býður Halldór Jón velkominn til starfa.

Bjarni Benediktsson breytti afstöðu sinni til afgreiðslu á umsókn Hvals hf. um hvalveiðileyfi
Samkvæmt frétt RÚV frá 8. apríl 2025 taldi Bjarni Benediktsson sig upphaflega vanhæfan til að afgreiða umsókn Hvals hf. um hvalveiðileyfi vegna