Halldór Jón Gíslason hefur verið ráðinn til starfa við Hvalasafnið á Húsavík í tímabundin verkefni til eins árs. Halldór Jón er húsvíkingur í húð og hár og flutti heim vorið 2015 eftir nám og störf í Reykjavík. Halldór er með BA próf í sagnfræði, diplóma í kennslufræðum og masterspróf í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Starfsfólk og stjórn Hvalasafnsins býður Halldór Jón velkominn til starfa.

Kvikmyndahátíðin Ocean Films Húsavík fer vel af stað
Kvikmyndahátíðin Ocean Films Húsavík er hálfnuð og hefur aldrei verið jafn stór og vegamikil og nú. Hátíðin er haldin í fjórða sinn