Sölkusiglingar hófu hvalaskoðunarvertíð sína í gær, þann 1. maí. Þar með hafa öll húsvísku hvalaskoðunarfyrirtækin hafið störf þetta árið.
Þetta er sjöunda árið sem Sölkusiglingar bjóða upp á hvalaskoðun á Skjálfanda. Fyrstu árin var félagið með einn eikarbát í notkun en árið 2017 bættist annar báturinn við. Í tilefni af þessum tímamótum fóru starfsmenn Hvalasafnsins með blómvönd í miðasölu Sölkusiglinga, en þar er einnig rekin ísbúð yfir sumartímann. Það var starfsmaður Sölkusiglinga Loes de Heus sem tók við blómvendinum úr höndum Evu Bjarkar Káradóttur framkvæmdastjóra Hvalasafnsins.

Kvikmyndahátíðin Ocean Films Húsavík fer vel af stað
Kvikmyndahátíðin Ocean Films Húsavík er hálfnuð og hefur aldrei verið jafn stór og vegamikil og nú. Hátíðin er haldin í fjórða sinn