Margar steypireyðar í Skjálfandaflóa

Undanfarna daga hafa háir og tignarlegir blástrar blasað við hvalaskoðunarbátum á Skjálfanda og einkenna slíkir strókar gjarnan blástur steypireyða. Dýrin eru heldur seinna á ferð í ár en síðustu ár, en þær hafa þó sótt Skjálfanda heim í júnímánuði síðastliðin ár. Allt að sex steypireyðar hafa sést í ferðum hvalaskoðunarfyrirtækjanna en slíkur fjöldi er sjaldséður í einni og sömu ferðinni, þar á meðal var kýr með kálf.

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Húsavík stendur fyrir rannsóknum á hljóðum steypireyða með upptökutækni sem felur í sér röð neðansjávarupptökutækja og er tilgangur rannsóknarinnar að kanna viðbrögð steypireyða við afspilun lágtíðnihljóða úr stórum neðansjávarhátalara. Þá hafa einnig tvær steypireyðar verið merktar með hljóðupptökutæki (tag-merki) vegna rannsóknarinnar.

 

steypa

Mynd: Gentle Giants Whale Watching

Rannsóknin er unnin í samstarfi við Háskólann í Hannover, Háskólann í suður Danmörku og Tom Akamatsu frá Japönsku fiskveiðistofnuninni.

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Friðun hnúfubaks

Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS, áður LÍÚ), Ólafur H. Marteinsson, sagði við Morgunblaðið 14. mars að „Hvað loðnustofninn varðar þá liggur

Lokað er fyrir athugasemdir.