Síðustu dagar hafa verið líflegir á Hvalasafninu og margir gestir heimsótt okkur. Þær Ásrún Ásmundsdóttir og Belén Garcia Ovide hafa staðið vaktina í afgreiðslu Hvalasafnsins í sumar ásamt Ástþóri Hannessyni og staðið sig með sóma. Hvalasafnið hefur í sumar gegnt hlutverki upplýsingarmiðstöðvar og koma fjölmargir ferðamenn við hjá okkur til að spyrja um allt mögulegt sem viðkemur ferðaþjónustumöguleikum á Húsavík og nágrenni. Ásrún er þaulvön starfinu á safninu og hefur unnið á Hvalasafninu í fjögur sumur og sér jafnframt um minjagripasöluna en umsvifin þar hafa aukist talsvert í sumar.

Kvikmyndahátíðin Ocean Films Húsavík fer vel af stað
Kvikmyndahátíðin Ocean Films Húsavík er hálfnuð og hefur aldrei verið jafn stór og vegamikil og nú. Hátíðin er haldin í fjórða sinn