Sumarfólkið stendur vaktina

Síðustu dagar hafa verið líflegir á Hvalasafninu og margir gestir heimsótt okkur.  Þær Ásrún Ásmundsdóttir og Belén Garcia Ovide hafa staðið vaktina í afgreiðslu Hvalasafnsins í sumar ásamt Ástþóri Hannessyni og staðið sig með sóma.  Hvalasafnið hefur í sumar gegnt hlutverki upplýsingarmiðstöðvar og koma fjölmargir ferðamenn við hjá okkur til að spyrja um allt mögulegt sem viðkemur ferðaþjónustumöguleikum á Húsavík og nágrenni. Ásrún er þaulvön starfinu á safninu og hefur unnið á Hvalasafninu í fjögur sumur og sér jafnframt um minjagripasöluna en umsvifin þar hafa aukist talsvert í sumar.

safnabúðin

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Friðun hnúfubaks

Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS, áður LÍÚ), Ólafur H. Marteinsson, sagði við Morgunblaðið 14. mars að „Hvað loðnustofninn varðar þá liggur

Lokað er fyrir athugasemdir.